Íslandsmót Securitas í Sjósundi 2012


Miðvikudaginn 18. júlí klukkan 17.00 stendur Coldwater ásamt Sundsambandi Íslands fyrir Íslandsmóti í sjósundi í samvinnu við Securitas.

Í lok maí skrifuðu Securitas og Coldwater undir samstarfssamning um Íslandsmótið í sjósundi  2012.  Securitas verður áfram aðalstyrktaraðli Íslandsmótsins eins og síðustu ár en að þessu sinni verður mótið glæsilegra en nokkru sinni fyrr.


Keppnin fer fram í Fossvoginum við Nauthólsvík og hefst stundvíslega kl. 17:00.


Forskráning, uppi til hægri (Ýtið á mynd), verður til 17. júlí.  


Til að fá skráningu á gjaldi forskráningar þarf að leggja inn á reikning Coldwater eigi síðar en 17. júlí. Sjá kennitölu og reikningsnúmer í staðfestingu eftir að búið er að skrá sig á skráningarsíðu. Eftir það verður einungis hægt að skrá sig á staðnum við afhendingu gagna kl 15:00 - 16:30 á keppnisdegi og þá gegn hærra gjaldi.  Ekki verður hægt að skrá sig eftir kl 16:30.  Þátttökugjald þarf að greiða á mótsstað a.m.k. 30 mín fyrir keppni.



Keppendur, sérstaklega sem ekki hafa gengið frá skráningu og greiðslu eru beðnir um að mæta tímanlega á mótsstað til að ganga frá keppnisgjaldi, fá skráningargögn og fleira.


Þátttökugjald fyrir 1 km sjósund er kr. 2000 kr í forskráningu og 3000 kr á staðnum.  Fyrir 3 km sjósund er 2500 kr í forskráningu og 3500 kr á staðnum.  Innfalið í skráningargjaldi er sundhetta og handklæði.
Ýtið á mynd til að sjá braut
Í boði verða tvær keppnisvegalengdir:


1 km sjósund.  Hentar sundlaugar keppnisfólki og byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjósundi. Í boði verður að synda í hefðbundnum sundfötum samkvæmt reglum FINA (1 stk sundhetta, sundgleraugu og 1 lag af hefðbundnum sundfötum)



3 km sjósund. Hentar reyndu sjósunds-, þríþrautar- og keppnisfólki. Í boði verður að synda í tvennskonar sundfatnaði, hefðbundinn sundföt samkvæmt reglum FINA (1 stk sundhetta, sundgleraugu og 1 lag af hefðbundnum sundfötum) og Neoprene/þríþrautar-sundfatnaði.


Lágmarksaldur 12. ár og aldurskipting 12-39 og 40+ ára og veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki.


Þáttaka í keppninni er á ábyrgð keppanda, en komi til þess ber honum að hlíða ábendingum og fyrirmælum starfsmanna Coldwater meðan á keppni stendur og meðan keppandi er á keppnissvæðinu. Á staðnum verða öryggisbátar, kajakar, brautargæsla og læknir.  Nauðsynlegt er að sundfólk sé vel nært á sunddegi, vel sofið og heilt heilsu.  



Allir iðkendur sjósunds sem og aðrir sundmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt.